Seðlaskorts verður vart

Reuters

Nokkuð hefur borið á því að evrur hafi klárast í bankaútibúum á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum Más Mássonar, forstöðumanns samskiptasviðs Glitnis, má rekja þetta til þess að enn eru í gildi tilmæli Seðlabanka Íslands um takmarkanir á afgreiðslu seðla í erlendri mynt.

Már segir leitast við dreifa seðlaforða á milli útibúa svo slíkt komi ekki upp. Eftirspurnin sé þó oft meiri en framboðið þessa dagana en það leysist vonandi von bráðar.

Í svari við fyrirspurn til Seðlabanka Íslands um málið segir að Seðlabankinn hafi ekki yfirlit yfir punktstöðu hjá einstökum fjármálafyrirtækjum hvað slíkt varði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka