Stúdentar horfa út í heim

mbl.is/Kristinn

Margir notuðu tækifærið í dag á svonefndum alþjóðadegi í Háskóla Íslands  og kynntu sér möguleika á námi erlendis.

Kynningin er á Háskólatorgi og er samstarf franska sendiráðsins á Íslandi, Háskóla Íslands og Stúdentaráðs. Frakkland fer með forsæti Evrópusambandins um þessar mundir og eitt af aðaláherslumálum þeirra er að stuðla að hreyfanleika stúdenta  í Evrópu.

Fram kemur á vef Háskóla Íslands, að hann eigi í samstarfi við hundruð skóla erlendis og fjölmargir stúdentar skólans fari til náms erlendis í lengri eða skemmri tíma.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert