Vel gengur að manna

mbl.is/Eggert

Vel gengur að manna leikskóla Reykjavíkur þessa dagana og er staðan nú betri en hún hefur verið á sama tíma undanfarin ár. Hefur þannig verið ráðið í 20 stöðugildi á síðastliðnum tveimur vikum.

„Staðan eins og hún var í síðustu viku hafði tekið miklum breytingum frá því hún var tekin 1. október,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. 60 starfsmenn hafi vantað inn á deildir leikskóla 1. október og tíu starfsmenn í önnur störf á leikskólunum. Í síðustu viku voru stöðurnar á deildunum 40. „Þetta er mikill viðsnúningur á tveimur vikum og ef við berum þetta saman við stöðuna undanfarin ár, þá sjáum við að þetta er betri staða en við höfum séð í nokkuð mörg ár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert