„Við munum ekki láta kúga okkur"

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/hag

„Við mun­um ekki láta kúga okk­ur í þessu máli," sagði Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, í Kast­ljósi Sjón­varps­ins þegar hann var spurður hvor Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn setti það sem skil­yrði fyr­ir efna­hagsaðstoð, m.a. að kröfu Breta, að gert verði upp við Breta vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans.

Geir sagði einnig, að sjóður­inn vildi gjarn­an að þessi mál yrðu kom­in á hreint áður en lengra er haldið. Hann sagði, að viðræðurn­ar við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn væru enn könn­un­ar­viðræður, sem snér­ust um að greina stöðuna og hvernig Íslend­ing­ar geti kom­ist sem fyrst út úr því ástandi, sem við blasi vegna minnk­andi þjóðarfram­leiðslu, vax­andi at­vinnu­leysi, aukn­um rík­is­sjóðshalla og óvissu með gengi krón­unn­ar og verðbólguþróun.

Geir vildi ekki greina frá viðræðunum í smá­atriðum. „Ég get þó sagt, að það sem verið er að tala um í þessu sam­bandi eru aðgerðir á sviði efna­hags­mála, rík­is­fjár­mál, pen­inga- og geng­is­mál, end­ur­skipu­lagn­ing banka­kerf­is­ins, sem er allt hlut­ir sem þarf að horf­ast í augu við og við þurf­um að gera, annað hvort ein­ir eða í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn," sagði Geir.

Hann sagði, að full­trú­ar sjóðsins væru hér til að leggja Íslend­ing­um lið en ekki að búa til ný vanda­mál. Ef leitað yrði form­lega eft­ir aðstoð sjóðsins þá byggðist hún á því að hann veiti lán, til að koma gjald­eyr­is­markaði Íslend­inga í gang, veiti síðan ákveða fyr­ir­greiðslu, sem yrði vara­sjóður, og ráðgjöf varðandi efna­hags­stefn­una.

Þegar Sig­mar Guðmunds­son, aðstoðarrit­stjóri Kast­ljóss, spurði  hvort skatt­ar yrðu hækkaðir, svaraði Geir að slíkt væri ekki hægt að úti­loka. „Það þarf hugs­an­lega að auka tekj­ur í rík­is­sjóð  en það gæti einnig þurft að draga úr út­gjöld­um. Allt eru þetta hlut­ir sem þarf að horfa á for­dóma­laust eins og staðan er núna," sagði Geir.  

Spurn­ing hvort við eig­um eitt­hvað inni hjá Bret­um

Geir sagði, að ís­lensk stjórn­völd hefðu ekki fall­ist á þá lög­skýr­ingu að ríkið beri ótví­ræða ábyrgð á inni­stæðum á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans í Bretlandi og Hollandi. Hins veg­ar sé um þetta ágrein­ing­ur og þann ágrein­ing verði að leysa með skyn­sam­leg­um hætti til að stefna ekki sam­skipt­um Íslands við Bret­land og Hol­land í upp­nám.

„Það eru fleiri hliðar á þessu en sú lög­fræðilega og við vilj­um auðvitað kom­ast hjá mikl­um hnökr­um í sam­skipt­um, sér­stak­lega við Bret­ana og við eig­um mikið und­ir því að okk­ar sam­skipti geti gengið vel. En það má reynd­ar líka halda því fram, að þjóð, sem set­ur okk­ar á lista með hryðju­verka­mönn­um; set­ur eitt fyr­ir­tæki á Íslandi í fé­lags­skap með al-Qa­eda, tali­bön­um, Súd­an, Norður-Kór­eu og fleiri slík­um aðilum, allskyns fjölda­morðingj­um, slík­ir aðilar eiga kannski ekk­ert sér­stakt inni hjá okk­ur," sagði Geir. 

Hann sagði að allt yrði gert til að reyna að koma í veg fyr­ir að upp­gjör við breska spari­fjár­eig­end­ur lendi ekki á ís­lensk­um al­menn­ingi. Það gæti þurft að semja um ein­hverja dóm­stólameðferð og um það væri m.a. verið að ræða núna. Bresk­ir emb­ætt­is­menn hafa í dag átt fundi með ís­lensk­um emb­ætt­is­mönn­um um málið.

Sig­mar spurði hvort það kæmi til greina að verða við því ef Bret­ar heimtuðu að Íslend­ing­ar borguðu 200 millj­arða króna. „Ekki ef ég fengi að ráða þessu einn," sagði Geir.

Hann sagði að rík­is­stjórn­in vildi koma mál­inu í skyn­sam­leg­an far­veg, losna við að greiða féð og sjá síðan til hvort eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi gætu nýst til að greiða reikn­ing­inn. „Þá þurf­um við að eiga sam­starf við bresk yf­ir­völd um að vernda þess­ar eign­ir þannig að þær eyðilegg­ist ekki og geti komið upp í reikn­ing­inn. Þess vegna þurf­um við að tala sam­an og vera í sam­starfi," sagði Geir. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert