Fundað með bresku sendinefndinni

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Viðræður bresku sendinefndarinnar og íslenskra stjórnvalda um ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi hófust að nýju klukkan níu í morgun en viðræðurnar hófust í gær. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til landsins en ekki liggur ljóst fyrir hvenær viðræður hefjast við þá nefnd. Nánari upplýsinga er að vænta síðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu.

Ásmundur Stefánsson leiðir viðræðurnar við Bretana fyrir hönd forsætisráðuneytisins en auk hans taka fulltrúar utanríkisráðuneytisins, viðskiptaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þátt í viðræðunum fyrir hönd Íslands ásamt fulltrúa Fjármálaráðuneytisins. Fyrir hönd Breta eru fulltrúar úr fjármálaráðuneytinu og Englandsbanka.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær viðræðunum lýkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert