Bandaríska sendinefndin, sem væntanleg er til landsins, mun funda með fulltrúum úr fjármálaráðuneytinu og Seðlabanka Íslands á morgun. Eric Meyer, frá alþjóðadeild bandaríska fjármálaráðuneytisins fer fyrir nefndinni en tilgangur ferðarinnar er fyrsta og fremst að afla upplýsinga um fjármálakerfið og áform ríkisstjórnarinnar og um efnahagsástandið á Íslandi.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Albert Jónsson sendiherra Íslands í Bandaríkjunum átt nokkra fundi með hátt settum embættismönnum í Washington undanfarna daga til að upplýsa þá um stöðu mála.