Gat ekki lent í Keflavík

Flugleiðaþotur á Egilsstaðaflugvelli. Myndin er úr safni.
Flugleiðaþotur á Egilsstaðaflugvelli. Myndin er úr safni.

Flug­vél Icelanda­ir á leið frá Kaup­manna­höfn til Kefla­vík­ur var fyr­ir um klukku­stund snúið frá flug­vell­in­um í Kefla­vík vegna veðurofsa og þess í stað lent á Eg­ilsstaðaflug­velli. Meðal­vind­hraði í Kefla­vík var 22 metr­ar á sek­úndu klukk­an 21.

Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, verður reynt að út­vega öll­um farþegum gist­ingu á Eg­ils­stöðum í nótt og farþega­flug­vél­inni flogið áleiðis til Kefla­vík­ur í fyrra­málið eða þegar veðrinu hef­ur slotað. Alls voru 120 farþegar um borð í vél­inni. 

Enn eru þrjár aðrar vél­ar Icelanda­ir ókomn­ar til lands­ins, sem all­ar áttu að lenda í Kefla­vík. Þær eru á leiðinni frá Kaup­manna­höfn, London og Dublin. Að sögn Guðjóns er enn ekki  útséð um það hvort vél­arn­ar geti lent í Kefla­vík eða þurfi þess í stað að lenda á Eg­ils­stöðum.

Auk þessa er vél Ice­land Express frá Kaup­manna­höfn enn ólent og óljóst hvort hún lendi í Kefla­vík eða fyr­ir aust­an. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert