Hafís er kominn inn á norðanvert Grænlandssund. Þetta má sjá á gervihnattamyndum Veðurstofu Íslands. Skv. upplýsingum hennar er um að ræða heldur meiri hafís á þessu svæði en í meðalári í október. Seinustu daga hefur hafísinn færst suður á bóginn. Búist er við að sú þróun haldi áfram. Á myndinni má sjá hafísrönd sem lituð er rauðbrún. Á þriðjudag var hún 190 km norðvestur af Vestfjörðum.