Hekla getur gosið hvenær sem er

Hekla.
Hekla. mbl.is

Hekla get­ur gosið hvenær sem er, enda er þrýst­ing­ur und­ir eld­fjall­inu orðinn meiri en fyr­ir síðasta eld­gos árið 2000, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Páls Ein­ars­son­ar jarðeðlis­fræðings.

Fyr­ir­vari gosa í Heklu er skamm­ur og því hafa yf­ir­völd áhyggj­ur af ferðamönn­um á Heklu. Ferðamönn­um þar hef­ur fjölgað mjög á und­an­förn­um árum og skipta þeir hundruðum, sem ganga á fjallið á fög­um sum­ar­degi.

Að sögn Víðis Reyn­is­son­ar, deild­ar­stjóra al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, eru eng­in ráð til í dag til að koma neyðarboðum til ferðamanna á Heklu. Nú er hins veg­ar í at­hug­un, í sam­ráði við Voda­fo­ne, hvort hægt er að senda neyðarboð í farsíma frá ákveðnum farsíma­send­um sem ná yfir Heklu­svæðið. Yrðu boðin send á nokkr­um tungu­mál­um. Stefnt er að því að ljúka þess­ari at­hug­un í vet­ur og taka kerfið í notk­un næsta sum­ar, reyn­ist þetta ger­legt. Í fram­hald­inu yrði leitað eft­ir sam­starfi við önn­ur síma­fé­lög.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert