Mikill snjór á Akureyri

Kona í Glerárhverfi mokar frá bílnum áður en hún lagði …
Kona í Glerárhverfi mokar frá bílnum áður en hún lagði af stað í morgun. mbl.is/Skapti

Mikill snjór féll á Akureyri í nótt og lentu bílstjórar í töluverðum vandræðum snemma í morgun. Menn á vegum Akureyrarbæjar hófu þegar í bítið að ryðja helstu umferðargötur þannig að umferð var farin að ganga eðlilega upp úr klukkan átta.

Ekki er vitað um nein teljandi óhöpp. Nokkrir bílar sátu fastir hér og þar og fólk varð víða að moka bíla sína upp úr skafli áður en lagt var af stað út í daginn. Í óformlegri mælingu blaðamanns kom í ljós að rúmlega 20 cm jafnfallinn snjór var á þaki bíls fyrir utan hús í Glerárhverfi.

Búist er við blindhríð á vestanverðu landinu í dag, allt að 28 metra vindhraða á sekúndu.

Þessi spólaði á svelli í Glerárhverfi.
Þessi spólaði á svelli í Glerárhverfi. mbl.is/skapti
Glaðbeittir krakkar á leið úr Lundarskóla í leikfimi í KA-heimilinu.
Glaðbeittir krakkar á leið úr Lundarskóla í leikfimi í KA-heimilinu. mbl.is/skapti
Það var ekki alls staðar auðvelt að komast inn í …
Það var ekki alls staðar auðvelt að komast inn í bíla eins og þessi kona komast að á Brekkunni. mbl.is/skapti
Það var nóg að gera hjá ruðningsmönnum í morgun. Þessi …
Það var nóg að gera hjá ruðningsmönnum í morgun. Þessi veghefill var í Þórunnarstræti. mbl.is/skapti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka