Norska nefndin vildi setja sig inn í stöðuna

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde mbl.is/Golli

Að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, var markmiðið með komu norsku sendinefndarinnar og fulltrúa Svía hingað til lands fyrst og fremst að nágranalönd okkar gætu sett sig inn í stöðu mála og skoðað hvernig þjóðirnar gætu hugsanlega lagt Íslendingum lið. Ítrekaði hann að farið yrði sérstaklega yfir málefni Íslands á ráðherrafundi norrænu forsætisráðherranna í Helsinki nk. mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert