Ótrúleg viðbrögð við undirskriftasöfnun

Hryðjuverkamaður?
Hryðjuverkamaður?

Söfunun undirskrifta vegna ávarps Íslendinga til bresku ríkisstjórnarinnar á síðunni síðunnar indefence.is hefur farið fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Á listann skrá þeir nöfn sín sem sammála eru yfirlýsingunni „Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn“ sem birt er á síðunni. Rúmlega 34.000 manns hafa nú skráð nafn sitt á listann.

Að sögn skipuleggjenda hafa á einum sólarhring skráð sig jafnmargir og í þeirri undirskriftasöfnun sem áður hafði náð langflestum undirskriftum á Íslandi.

Undirskriftasöfnunin hefur víða vakið athygli. M.a er fjallað um hana á fréttavef Reuters þar sem fram kemur að Íslendingar sæki að Bretum með kímnigáfuna að vopni.

„Við höfum fundið fyrir ótrúlega miklum vilja almennings og fyrirtækja til að leggja lóð á vogarskálarnar. Vegna hinna miklu viðbragða höfum við vart haft undan við að uppfæra síðuna og hafa samband við fólk sem boðið hefur fram aðstoð. Það stendur þó til bóta og við hvetjum fólk til að halda áfram að hafa samband og senda myndir. Eitt af því sem kæmi sér vel væri að fá myndir sem sýna hversu vinveittir Íslendingar eru Bretum og þ.a.l. hversu undrandi við erum á breskum stjórnvöldum, “ segir í tilkynningu frá Snorra Kristjánssyni, sem er talsmaður stýrihópsins.

Um tíma lá vefsíðan niðri vegna álags en starfsmenn Vodafone hafa komið okkur til hjálpar og fylgjast nú með því að hún haldist gangandi.

Gert er ráð fyrir að ný útgáfa vefsíðunnar verði sett á netið seinna í dag og um leið verði hlutverk hennar útvíkkað. Ætlunin er að erlendir fjölmiðlar geti þar gengið að upplýsingum um afstöðu Íslendinga og þróun mála hér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert