Ræða erfiðleikana framundan

Vinnur að því með fulltrúum sveitarfélaga að leita lausna á …
Vinnur að því með fulltrúum sveitarfélaga að leita lausna á rekstrarvanda. Friðrik Tryggvason

Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga funda á morgun klukkan 11:00 í samgönguráðuneytinu með Kristjáni Möller, samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, þar sem farið verður yfir erfið rekstrarskilyrði sveitarfélaga. Þetta staðfesti Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, við mbl.is rétt í þessu.

Til stendur að ræða um hvernig best er að standa að því að heimila sveitarfélögum að skila fjárhagsáætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir halla. Það er bannað samkvæmt lögum en vegna efnahagsástandsins hér á landi þykir þörf vera á því að breyta lögum svo þetta verði heimilt.

Þá verður einnig rætt um fleiri leiðir til þess að bregðast við falli á tekjustofnum sveitarfélaganna sem fyrirsjáanlegt er, vegna bankahrunsins. Helsti tekjustofn sveitarfélaga eru útsvarstekjur og fasteignagjöld en líklegt er að tekjur muni minnkað mikið á báðum stöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert