Ríkið dæmt til að greiða TM 130 milljónir

Hús Þjóðminjasafnsins eftir endurgerðina.
Hús Þjóðminjasafnsins eftir endurgerðina. mbl.is/Golli

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt ís­lenska ríkið til að greiða Trygg­inga­miðstöðinni (TM) rúm­ar 130 millj­ón­ir með vöxt­um frá ár­inu 2005. Málið teng­ist end­ur­bót­um á bygg­ingu Þjóðminja­safns­ins við Suður­götu í Reykja­vík en kostnaður við bygg­ing­una varð mun hærri en upp­haf­leg­ur verk­samn­ing­ur gerði ráð fyr­ir.

Mála­vext­ir eru þeir, að fé­lagið Kraft­vaki ehf. tók að sér árið 2001 að gera end­ur­bæt­ur á bygg­ingu Þjóðminja­safns­ins. Voru upp­haf­leg verklok voru áætluð 1. októ­ber 2002. Í sam­ræmi við útboðsskil­mála gaf Trygg­inga­miðstöðin út ver­ká­byrgð fyr­ir Kraft­vaka í tengsl­um við verkið.

Þegar líða tók á verktím­ann fór að halla und­an fæti hjá Kraft­vaka, sem sagði sig á end­an­um frá verk­inu með samn­ingi við Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.

Í kjöl­far þess gerðu ís­lenska ríkið og TM með sér sam­komu­lag í des­em­ber 2002 sem miðaði að því að tryggja fram­gang verk­efna sam­kvæmt eldri verk­samn­ingi rík­is­ins og Kraft­vaka svo unnt yrði að ljúka verk­inu. Hafði samn­ing­ur­inn meðal ann­ars að geyma ákvæði um skyld­ur beggja aðila í því sam­bandi, svo og ákvæði um upp­gjör milli T og ís­lenska rík­is­ins vegna verks­ins.

Í samn­ingn­um kom fram að TM tæki að sér nán­ar til­greind­ar skyld­ur Kraft­vaka sem lutu einkum að stjórn­un og rekstri vinnustaðar­ins, auk þess sem Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins fengi fram­selda samn­inga und­ir­verk­taka fé­lags­ins.

Verk­inu lauk ekki fyrr en í sept­em­ber 2004 eða nærri 21 mánuði eft­ir gerð sam­komu­lags­ins og kostnaður varð hærri en upp­haf­legi verk­samn­ing­ur rík­is­ins og Kraft­vaka gerði ráð fyr­ir en hann hljóðaði upp á 430 millj­ón­ir króna. Ríkið og TM voru ekki á eitt sátt­ir um ástæður þess að svona fór eða hvor þeirra ætti að bera ábyrgðina en niðurstaðan var sú að TM höfðaði mál og krafðist 130 millj­óna króna frá rík­inu. Á þá kröfu hef­ur Hæstirétt­ur nú fall­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert