Ríkið greiði útgerðarmanni 25 milljónir í skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Þorkell Þorkelsson

Íslenska ríkið var í dag dæmt af Héraðsdómi Reykja­vík­ur til að greiða út­gerðar­manni rúm­lega 25 millj­ón­ir kóna í skaðabæt­ur, þar sem sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið notaði ekki rétt viðmiðun­ar­tíma­bil við út­hlut­un afla­heim­ilda í skötu­sel.

Um var að ræða út­hlutaðar afla­heim­ild­ir fisk­veiðiár­in 2001/​2002 og 2002/​2003.

Útgerðarmaður­inn keypti bát árið 2000 en með í kaup­un­um fylgdi skötu­selsút­hald af af öðru skipi. Maður­inn áformaði að hefja veiðar á skötu­sel og löngu, en þess­ar teg­und­ir voru á þeim tíma utan kvóta. Hann ætlaði sér­stak­lega að ein­beita sér að veiðum á skötu­sel í net, enda taldi hann að sú teg­und hefði verið vannýtt og að mögu­leik­ar til að vinna sér inn veiðireynslu áður en teg­und­in yrði færð inn í kvóta­kerfið væru mikl­ir.

Útgerðarmaður­inn var frum­kvöðull að því að gera skip sér­stak­lega út til veiða á skötu­sel. Hann hóf skötu­selsveiðar í maí 2000 og gerði út frá Þor­láks­höfn. Veiðarn­ar gengu mjög vel og skötu­selsafli hans var sam­tals tæp­lega 360 tonn frá maí til árs­loka.

Maður­inn hélt áfram veiðum vet­ur­inn 2001, sem hann seg­ir að hafi gengið sæmi­lega.

5. júní 2001 gaf sjáv­ar­út­vegs­ráðherra út reglu­gerð um afla­mark fyr­ir fisk­veiðiárið 2001/​2002 en þá var ekki sett afla­mark á skötu­sel. Með frétta­til­kynn­ing­um frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu sama dag hafi komið fram að ráðuneytið teldi ekki ástæðu til þess að verða við til­mæl­um Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar um að setja afla­mark á keilu og löngu.

Ný reglu­gerð var svo gef­in út af sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu 16. ág­úst 2001 um afla­mark fyr­ir fisk­veiðiárið 2001/​2002, sem kom í stað hinn­ar fyrri.

Með nýju reglu­gerðinni var gerð sú breyt­ing að tak­mörk­un á veiðum tók til nýrra teg­unda, keilu, löngu og skötu­sels, sem ekki höfðu áður verið bundn­ar ákvæðum um leyfi­leg­an heild­arafla. Í ákvæði til bráðabirgða var kveðið á um það að fiski­skip­um, sem höfðu veiðileyfi með al­mennu afla­marki og veiðireynslu á tíma­bil­inu 1. júní 1998 til 31. maí 2001, skyldi út­hlutuð afla­hlut­deild í þess­um teg­und­um á grund­velli veiðireynslu.

Við út­hlut­un afla­heim­ilda í skötu­sel var ekki tekið til­lit til veiðireynslu manns­ins sum­arið 2001 og taldi héraðsdóm­ur að með því hefði verið brotið á rétti manns­ins.

Rík­is­sjóði ber því að greiða rúm­ar 25 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur, með vöxt­um frá 21. nóv­em­ber 2003 til 27. janú­ar 2007 en með drátt­ar­vöxt­um frá þeim degi til greiðslu­dags. Að auki var rík­is­sjóður dæmd­ur til að greiða 1,3 millj­ón­ir króna í máls­kostnað.

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert