Sendinefnd bandaríska fjármálaráðuneytisins væntanleg

Þinghús Bandaríkjanna í Washington.
Þinghús Bandaríkjanna í Washington. mbl.is/Ómar

Sendinefnd á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins er væntanleg hingað til lands á morgun. Meðal þeirra sem koma hingað til lands er aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðadeildar ráðuneytisins.

Nefndin kemur hingað á eigin vegum en bandaríska sendiráðið hefur veg og vanda af heimsókn hennar. Að sögn Grétu Ingþórsdóttur, aðstoðarmanns forsætisráðherra, hafa ekki verið skipulagðir fundir af hálfu íslenskra stjórnvalda með nefndinni.

Samkvæmt heimasíðu bandaríska fjármálaráðuneytisins er alþjóðadeild ráðuneytisins meðal annars ætlað að tryggja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn nái markmiðum sínum í peningamálastefnum sínum, ríkisfjármálum og á fjármálamörkuðum. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um hvort það sé ástæða heimsóknarinnar nú eða hvort Bandaríkjamenn séu eingöngu að kynna sér aðstæður hér á landi.

Ekki náðist í bandaríska sendiráðið við vinnslu fréttarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka