Sjávarútvegurinn skuldum vafinn

Frá aðalfundi Landsambands smábátasjómanna
Frá aðalfundi Landsambands smábátasjómanna Ómar Óskarsson

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagði við setningu aðalfundar LS fyrir stundu að íslenskur sjávarútvegur stæði traustum fótum - „á botninum í skuldafeni upp fyrir haus.“

Formaðurinn sagði að efling smábátaflotans félli vel að þeim aðgerðum sem nauðsynlegar væru, til að skapa störf, efla byggð og afla gjaldeyris. Hann skoraði á sjávarútvegsráðherra að efna til öflugs samstarfs við smábátaeigendur á þessu sviði.

Aðalfundurinn fer fram í Turninum í Kópavogi í dag og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert