Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir þremur karlmönnum voru grunaður um tilraun til kynferðisbrots með því að hafa farið í íbúð í Reykjavík í því skyni að hafa samræði við 13 ára stúlku.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar að mennirnir hafi komist í kynni við stúlkuna í gegnum spjallrás á netinu en umrædd stúlka var í raun uppspuni sjónvarpsþáttarins Kompáss á Stöð 2.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þegar samskipti mannanna á spjallrásinni við svokallaða tálbeitu væru virt í heild benti allt til þess að þeir hefðu talið að þeir myndu hitta þar 13 stúlku í því skyni að hafa við hana kynferðismök, enda yrði að telja skýringar þeirra á för sinni þangað afar ósennilegar.
Gegn neitun mannanna og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms yrði sakfelling á þeim hins vegar ekki reist á þeim gögnum einum sem ákæruvaldið byggði á í málinu og fengin voru með þeim hætti sem þar væri nánar lýst. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu mannanna því staðfest.
Einum mannanna er er gert að greiða 200.000 kr. sekt í ríkissjóð, eða afplána 14 daga fangelsi í stað sektarinnar.
Þá hefur ómerktum tölvuturni og hörðum diski í eigu sama manns verið gerður upptækur.
Manninum er jafnframt gert að greiða helming sakarkostnaðar.