Sjö útköll vegna fjúkandi trampólína

Óveður er nú á suðvesturhluta landsins.
Óveður er nú á suðvesturhluta landsins.

Lög­regl­unni á Suður­nesj­um hef­ur á síðasta hálfa öðrum klukku­tím­an­um borist sjö út­köll vegna fjúk­andi trampólína í hvassviðrinu sem nú geng­ur yfir vest­ur­hluta lands­ins. Auk þessa hef­ur lög­regl­unni borist út­köll vegna lausra þak­kanta og bíl­skúrs­h­urðar sem fauk upp.

Lög­regl­an bein­ir því til fólks að huga mun bet­ur að laus­um mun­um og þá sér­lega því að ganga vel frá trampól­in­um þegar von sé á vond­um veðrum, enda ótækt að dýr­mæt­ur tími lög­regl­unn­ar fari í að festa niður lausa­muni sem hefði mátt vera búið að gera ráðstaf­an­ir með.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert