VG: Vilja kyrrsetja eignir

Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir
Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir mbl.is/Golli

Þing­flokk­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs samþykkti í morg­un að leggja til að viðskipta­nefnd Alþing­is kanni þegar í stað laga­leg­ar for­send­ur þess að hægt verði að kyrr­setja tíma­bundið all­ar eign­ir inn­lendra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem kom­ist hafa í þrot, eig­enda þeirra og tengdra aðila hér á landi og setja bann við hvers kyns ráðstöf­un, sölu, veðsetn­ingu o.s.frv. Einnig að leggja hald á og eft­ir at­vik­um heimta til lands­ins eign­ir sömu aðila er­lend­is, allt í því skyni að gæta hags­muna þjóðarbús­ins, að því er seg­ir í álykt­un þing­flokks VG.

Grun­semd­ir um und­an­skot verði meðhöndluð sem saka­mál

„Slík­ar tíma­bundn­ar fryst­ing­ar­heim­ild­ir er nær­tæk­ast að taka sem viðbót­ar­á­kvæði inn í neyðarlög­in frá mánu­deg­in­um 6. októ­ber og stefna að lög­fest­ingu þeirra í næstu viku. Við laga­setn­ing­una yrði sér­stak­lega höfð hliðsjón af þeirri op­in­beru rann­sókn sem nú er að fara af stað á veg­um sér­skipaðs rík­is­sak­sókn­ara.  Leiki minnsti grun­ur á að eign­um hafi með bein­um hætti verið skotið und­an á und­an­geng­um mánuðum og miss­er­um ber að sjálf­sögðu að meðhöndla slík mál taf­ar­laust sem saka­mál," að því er seg­ir í álykt­un VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert