Viðskiptaráðherra vill að laun bankastjóra verði endurmetin

Fundur í ráðherrabústað
Fundur í ráðherrabústað Brynjar Gauti

„Það kom mér á óvart hvað laun banka­stjór­anna eru há, þó ég hafi ekki enn heyrt um laun banka­stjóra Lands­banka og Glitn­is. En frétt­ir af laun­um Kaupþings­banka­stjór­ans benda til þess að þau séu hærri en bú­ist var við,“ seg­ir Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags- og trygg­ingaráðherra sagði á árs­fundi ASÍ í morg­un að launa­kjör banka­stjóra hinna nýju rík­is­banka séu of há en fram hef­ur komið, að laun Finns Svein­björns­son­ar, nýs banka­stjóra Kaupþings, séu 1950 þúsund krón­ur á mánuði. Jó­hanna sagði, að óvar­lega hafi verið farið við ákvörðun þeirra og of langt gengið. Und­ir það tek­ur viðskiptaráðherra.

„Ég tel að stjórn­ir bank­anna verði að end­ur­meta þessi mál sem og annað sem kem­ur að rekstri bank­ana þegar þar að kem­ur. Ég átta mig á því að margt er gert við erfiðar aðstæður þegar vinna þarf hratt,  en sann­gjarn­asta viðmiðið við laun hljóta að vera kjör annarra rík­is­for­stjóra sem eru lægri. Því beini ég því til banka­stjórn­anna að end­ur­meta þetta og sam­ræma við sam­bæri­leg laun,“ seg­ir Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka