Birgir Ármannsson formaður allsherjarnefndar telur ekki að setja eigi neyðarlög um að kyrrsetja eignir auðmanna sem áttu þátt í falli bankanna.
Hann segir íslensk lög gera ráð fyrir að hægt sé að gera eignir upptækar ef uppi sé rökstuddur grunur um saknæmt athæfi.
Nýlegt dæmi um misbeitingu hryðjuverkalaga sé ekki beinlínis hvatning til frekari aðgerða.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í morgun að leggja til að viðskiptanefnd Alþingis kanni þegar í stað lagalegar forsendur þess að hægt verði að kyrrsetja tímabundið allar eignir innlendra fjármálafyrirtækja sem komist hafa í þrot, eigenda þeirra og tengdra aðila hér á landi.