Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur MBL Sjónvarpi.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir æskilegt að fá erlenda sérfræðinga til að taka þátt í rannsókn á refisverðu athæfi fyrir bankahrunið. Hann var gestur á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun.
Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir að hafa beri í huga að hér sé einungis um frumathugun að ræða sem beinist að brotum á refsiákvæðum íslenskra laga. Dómsmálaráðherra geri ráð fyrir því að stofnað verði sérstakt rannsóknarembætti um málið ef upp komi grunur um saknæmt athæfi.