Boða til opins borgarafundar um stöðu Íslands

Boðað hefur verið til opins borgarafundar um stöðu þjóðarinnar í Iðnó í Reykjavík á mánudagskvöld. Er fundurinn sagður haldinn til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.

Í fundarboði segir, að á síðustu vikum hafi almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga. Verði öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.

Fjórir frummælendur hefja umræðuna: Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur. Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær þrjár mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga.

Forsvarsmenn fundarins eru Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, og Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert