Bogi Nilsson stýrir gerð bankaskýrslunnar

Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið fenginn til að stýra gerð skýrslu um starfsemi Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, einkum um síðustu mánuði starfseminnar, og kanna hvort eitthvað í starfsemi bankanna gefi tilefni til lögreglurannsóknar. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari greindi frá þessu á fundi með allsherjarnefnd Alþingis í gær.

Dómsmálaráðherra fól ríkissaksóknara að hafa forystu um gerð skýrslunnar og lýsti sig sammála því að sérfræðingar frá embætti skattrannsóknarstjóra, fjármálaeftirliti og ríkisendurskoðun yrðu fengnir til aðstoðar. Valtýr sagði í samtali við mbl.is að hann teldi einnig æskilegt að fá erlenda sérfræðinga til starfsins. Miðað er við að gerð skýrslunnar verði lokið eigi síðar en í árslok 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert