Finnur launahæstur

Kaupþing.
Kaupþing. Reuters

Finn­ur Svein­björns­son, nýráðinn for­stjóri Nýja Kaupþings, er hæst launaði starfsmaður ís­lenska rík­is­ins og fyr­ir­tækja í eigu þess, með um 1,95 millj­ón­ir króna í grunn­laun á mánuði.

Stjórn­ir Nýja Glitn­is og Nýja Lands­bank­ans hafa neitað að gefa upp laun Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Nýja Glitn­is, og El­ín­ar Sig­fús­dótt­ur, banka­stjóra Nýja Lands­bank­ans. Morg­un­blaðið óskaði eft­ir rök­stuðningi við þá neit­un í ljósi þess að mánaðarlaun eins af banka­stjór­um nýju rík­is­bank­anna þriggja hafa verið gerð op­in­ber. Eng­in rök voru gef­in upp fyr­ir neit­un­inni önn­ur en þau, að stjórn­um bank­anna bæri ekki skylda til þess að gefa upp laun­in sam­kvæmt lög­um. Þóra Mar­grét Hjaltested, stjórn­ar­formaður Nýja Glitn­is, og Þór­hall­ur Ara­son, stjórn­ar­formaður Nýja Lands­bank­ans, staðfestu þessi viðhorf í sam­töl­um við blaðamann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert