Fólk svaf í flugstöðvunum

Í flugstöðinni á Akureyri í morgun.
Í flugstöðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/skapti

Hjálparsveitir og starfsmenn Icelandair útveguðu farþegum Icelandair teppi, kodda og dýnur í flugstöðvunum á Akureyrir og Egilsstöðum í nótt. „Það voru um 450 til 500 farþegar í þessum vélum," sagði Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair um þær fimm flugvélar sem þurftu að snúa til Akureyrar og Egilsstaða þegar ekki var hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli í nótt. Ekki komust allir í gistingu á hótelum og gistiheimilum.

Þrjár vélanna voru frá Icelandair, ein frá Iceland Express og ein var að koma úr leiguflugi fyrir Úrval Útsýn.

Samkvæmt upplýsingum frá Keflavíkurflugvelli fór í gærkvöldi saman mikil ókyrrð í lofti í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og vindhraði yfir 50 hnútar. Einhverjir flugmenn reyndu aðflug nokkrum sinnum áður en horfið var frá með farþegana.

Hópur breskra skólabarna mun hafa valið þann kostinn að gista á Akureyrarflugvelli þar sem þau horfðu í þann kostnað sem þeim var sagt að þau þyrftu sjálf að standa undir vegna gistingar.

Þurftu sjálf að greiða fyrir gistinguna

„Við fengum engar upplýsingar og þurftum að koma okkur sjálf með leigubílum í gistingu," sagði Korinna Bauer kennari við Vesturbæjarskólann í Reykjavík sem var að koma með 15 starfsfélögum  sínum frá London.

Korinna sagði í samtali við mbl.is að mjög þröngt hefði verið í flugstöðinni og löng röð í leigubílana um nóttina. Kennarahópurinn gat dvalið í sumarbústað Kennarasambandsins og hjá vinum og vandamönnum.

Force major

„Þegar um er að ræða óviðráðanlegar utanaðkomandi aðstæður eins og fárviðri, force major,  eins og það heitir þá eru reglurnar um réttindi farþega alveg skýrar, það ber í raun hver ábyrgð á sér fjárhagslega," sagði Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is.

Áætlað er að vélin með farþegana frá London fari frá Akureyri um klukkan 9.45 en vegna hvíldarákvæða áhafnar er ekki hægt að fara fyrr af stað.

Hjá Rauða krossinum á Akureyri fengust þær upplýsingar að lögreglan hafi beðið um aðstoð og að um klukkan eitt hafi starfsmenn búið sig undir að taka á móti hópi unglinga í húsnæði Rauða krossins en það hafi síðan verið afþakkað.

Allt gert fyrir fólkið sem hægt var

„Það var pöntuð rúta fyrir stóran hóp og lögreglan mun hafa skutlað fólki og starfsmaður okkar kallaði út fleiri leigubíla og ég veit að starfsmenn flugfélagsins og starfsmenn okkar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða fólkið," sagði Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Flugstoða.

Hjördís sagði að starfsmenn bæði á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli hefðu unnið í alla nótt að því að  létta farþegunum lífið.

„Á Egilsstöðum voru um 300 farþegar og er talið að um helmingurinn hafi gist í flugstöðinni og þau fengu lánuð teppi og dýnur frá Rauða krossinum og björgunarsveitum og farþegarnir voru allir rólegir og sammála um að láta þetta ganga," sagði Hjördís að lokum.

Mörg hundruð manns voru í flugstöðinni á Akureyrari í morgun.
Mörg hundruð manns voru í flugstöðinni á Akureyrari í morgun. mbl.is/skapti
Löng röð var utan við flugstöðina á Akureyrarflugvelli í morgun …
Löng röð var utan við flugstöðina á Akureyrarflugvelli í morgun og troðfullt innandyra. mbl.is/skapti
Fólk á Akureyri bíður í röð eftir að komast að …
Fólk á Akureyri bíður í röð eftir að komast að innskráningarborðinu. mbl.is/
Feðgarnir Guðni Th. Jóhannesson og Duncan Tindur, sem er rétt …
Feðgarnir Guðni Th. Jóhannesson og Duncan Tindur, sem er rétt rúmlega eins árs, komu frá London í gærkvöldi og gistu hjá ættingjum á Akureyri í nótt. mbl.is/skapti
Handknattleikslið Vals, sem lék við Akureyrarliðið í gærkvöldi, komst ekki …
Handknattleikslið Vals, sem lék við Akureyrarliðið í gærkvöldi, komst ekki suður eftir leikinn og mætti snemma í morgun á flugvöllinn. Fremstur til vinstri er Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari. mbl.is/skapti
Tvær þotur Icelandair á Akureyrarflugvelli í morgun.
Tvær þotur Icelandair á Akureyrarflugvelli í morgun. mbl.is/skapti
Beðið í röð á Akureyrarflugvelli í morgun.
Beðið í röð á Akureyrarflugvelli í morgun. mbl.is/skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert