Fólk svaf í flugstöðvunum

Í flugstöðinni á Akureyri í morgun.
Í flugstöðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/skapti

Hjálp­ar­sveit­ir og starfs­menn Icelanda­ir út­veguðu farþegum Icelanda­ir teppi, kodda og dýn­ur í flug­stöðvun­um á Ak­ur­eyr­ir og Eg­ils­stöðum í nótt. „Það voru um 450 til 500 farþegar í þess­um vél­um," sagði Guðjón Arn­gríms­son upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir um þær fimm flug­vél­ar sem þurftu að snúa til Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða þegar ekki var hægt að lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli í nótt. Ekki komust all­ir í gist­ingu á hót­el­um og gisti­heim­il­um.

Þrjár vél­anna voru frá Icelanda­ir, ein frá Ice­land Express og ein var að koma úr leiguflugi fyr­ir Úrval Útsýn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kefla­vík­ur­flug­velli fór í gær­kvöldi sam­an mik­il ókyrrð í lofti í aðflugi að Kefla­vík­ur­flug­velli og vind­hraði yfir 50 hnút­ar. Ein­hverj­ir flug­menn reyndu aðflug nokkr­um sinn­um áður en horfið var frá með farþeg­ana.

Hóp­ur breskra skóla­barna mun hafa valið þann kost­inn að gista á Ak­ur­eyr­arflug­velli þar sem þau horfðu í þann kostnað sem þeim var sagt að þau þyrftu sjálf að standa und­ir vegna gist­ing­ar.

Þurftu sjálf að greiða fyr­ir gist­ing­una

„Við feng­um eng­ar upp­lýs­ing­ar og þurft­um að koma okk­ur sjálf með leigu­bíl­um í gist­ingu," sagði Kor­inna Bau­er kenn­ari við Vest­ur­bæj­ar­skól­ann í Reykja­vík sem var að koma með 15 starfs­fé­lög­um  sín­um frá London.

Kor­inna sagði í sam­tali við mbl.is að mjög þröngt hefði verið í flug­stöðinni og löng röð í leigu­bíl­ana um nótt­ina. Kenn­ara­hóp­ur­inn gat dvalið í sum­ar­bú­stað Kenn­ara­sam­bands­ins og hjá vin­um og vanda­mönn­um.

Force maj­or

„Þegar um er að ræða óviðráðan­leg­ar ut­anaðkom­andi aðstæður eins og fár­viðri, force maj­or,  eins og það heit­ir þá eru regl­urn­ar um rétt­indi farþega al­veg skýr­ar, það ber í raun hver ábyrgð á sér fjár­hags­lega," sagði Guðjón Arn­gríms­son upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir í sam­tali við mbl.is.

Áætlað er að vél­in með farþeg­ana frá London fari frá Ak­ur­eyri um klukk­an 9.45 en vegna hvíld­ar­á­kvæða áhafn­ar er ekki hægt að fara fyrr af stað.

Hjá Rauða kross­in­um á Ak­ur­eyri feng­ust þær upp­lýs­ing­ar að lög­regl­an hafi beðið um aðstoð og að um klukk­an eitt hafi starfs­menn búið sig und­ir að taka á móti hópi ung­linga í hús­næði Rauða kross­ins en það hafi síðan verið afþakkað.

Allt gert fyr­ir fólkið sem hægt var

„Það var pöntuð rúta fyr­ir stór­an hóp og lög­regl­an mun hafa skutlað fólki og starfsmaður okk­ar kallaði út fleiri leigu­bíla og ég veit að starfs­menn flug­fé­lags­ins og starfs­menn okk­ar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða fólkið," sagði Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi Flug­stoða.

Hjör­dís sagði að starfs­menn bæði á Ak­ur­eyr­ar- og Eg­ilsstaðaflug­velli hefðu unnið í alla nótt að því að  létta farþeg­un­um lífið.

„Á Eg­ils­stöðum voru um 300 farþegar og er talið að um helm­ing­ur­inn hafi gist í flug­stöðinni og þau fengu lánuð teppi og dýn­ur frá Rauða kross­in­um og björg­un­ar­sveit­um og farþeg­arn­ir voru all­ir ró­leg­ir og sam­mála um að láta þetta ganga," sagði Hjör­dís að lok­um.

Mörg hundruð manns voru í flugstöðinni á Akureyrari í morgun.
Mörg hundruð manns voru í flug­stöðinni á Ak­ur­eyr­ari í morg­un. mbl.is/​skapti
Löng röð var utan við flugstöðina á Akureyrarflugvelli í morgun …
Löng röð var utan við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli í morg­un og troðfullt inn­an­dyra. mbl.is/​skapti
Fólk á Akureyri bíður í röð eftir að komast að …
Fólk á Ak­ur­eyri bíður í röð eft­ir að kom­ast að inn­skrán­ing­ar­borðinu. mbl.is/
Feðgarnir Guðni Th. Jóhannesson og Duncan Tindur, sem er rétt …
Feðgarn­ir Guðni Th. Jó­hann­es­son og Duncan Tind­ur, sem er rétt rúm­lega eins árs, komu frá London í gær­kvöldi og gistu hjá ætt­ingj­um á Ak­ur­eyri í nótt. mbl.is/​skapti
Handknattleikslið Vals, sem lék við Akureyrarliðið í gærkvöldi, komst ekki …
Hand­knatt­leikslið Vals, sem lék við Ak­ur­eyr­arliðið í gær­kvöldi, komst ekki suður eft­ir leik­inn og mætti snemma í morg­un á flug­völl­inn. Fremst­ur til vinstri er Óskar Bjarni Óskars­son þjálf­ari. mbl.is/​skapti
Tvær þotur Icelandair á Akureyrarflugvelli í morgun.
Tvær þotur Icelanda­ir á Ak­ur­eyr­arflug­velli í morg­un. mbl.is/​skapti
Beðið í röð á Akureyrarflugvelli í morgun.
Beðið í röð á Ak­ur­eyr­arflug­velli í morg­un. mbl.is/​skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert