Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag, að hann gæti ekki ráðið í það hvað varð til þess að Bretar tóku þá skammarlegu ákvörðun, eins og Geir orðaði það, að setja Ísland í félagsskap með al-Qaeda, talibönum, Súdan, Norður-Kóreu og Íran.

„En hitt veit ég, að það sem fjármálaráðherrann sagði í þessu viðtali, sem nú hefur verið birt, svo furðulegt sem það er nú að það skyldi leka í fjölmiðla, sýnir að það var okkar afstaða að standa við okkar skuldbindingar en við gætum ekki reiknað með að geta fallist á allar kröfur Bretanna. Hverjar eru þá okkar skuldbindingar? Um það snýst ágreiningurinn. Við teljum að þær séu miklu minni en Bretarnir halda fram. Það er þetta, sem þarf að leysa, annað hvort með samkomulagi eða einhverskonar úrskurði," sagði Geir.

Hann vísaði þarna til útskriftar af samtali Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sem birt var í Kastljósi Sjónvarpsins í gær.  

Geir sagði aðspurður, að ekki lægi fyrir hvort og þá hvenær Ísland færi í mál við Bretland vegna hryðjuverkalaganna, sem beitt var til að kyrrsetja eignir Landsbankans en breskri lögmannsstofu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði að það væri ekki endilega skilvirkasta leiðin til að endurreisa orðstír Íslendinga að fara í mál vegna hryðjuverkalaganna.

„Við þurfum að leggja það niður fyrir okkur eftir ýmsum leiðum hvernig við eigum að endurheimta orðstír okkar í Bretlandi," sagði Ingibjörg Sólrún.

Samtal Árna og Darling 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert