Geir skorar á íslenska auðmenn

Geir H Haarde forsætisráðherra.
Geir H Haarde forsætisráðherra. mbl.is/hag

Geir Haar­de for­sæt­is­ráðherra sagðist aðspurður skora á ís­lenska auðmenn að flytja heim til Íslands þá pen­inga sem þeir eigi er­lend­is. Þetta sagði Geir í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

„Það væri auðvitað mjög æski­legt ef menn gerðu það af fús­um og frjáls­um vilja. Ég hef reynd­ar alltaf talið að það væri óeðli­legt að menn væru að flytja pen­ing­ana sína til út­landa og koma sér fyr­ir í öðrum lög­sög­um, ef svo mætti segja. Bæði skipt­ir það máli vegna skatt­tekna og þess að taka þátt í að byggja upp okk­ar þjóðfé­lag. Þannig að ég held að það sé eðli­leg ósk til manna,“ seg­ir Geir. 

Spurður út í það hvort hann væri til­bú­inn að skora á ís­lenska auðmenn, líkt og hann skoraði á út­flytj­end­ur að koma með gjald­eyri til lands­ins, sagði Geir: „Ég myndi skora á þá líka, að þeir kæmu hingað heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert