Gylfi nýr forseti ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson
Gylfi Arnbjörnsson mbl.is/Golli

Gylfi Arn­björns­son, sem verið hef­ur fram­kvæmda­stjóri Alþýðusam­bands Íslands síðan 2001, bar sig­ur úr být­um í for­seta­kjöri á árs­fundi sam­bands­ins nú rétt í þessu. Í dag er síðari dag­ur árs­fund­ar ASÍ og fór kosn­ing­in fram þar, á Hilt­on Nordica. 

283 at­kvæði voru greidd. Mót­fram­bjóðandi Gylfa, Ingi­björg R. Guðmunds­dótt­ir vara­for­seti ASÍ, hlaut rúm­lega 40% stuðning eða 114 at­kvæði en Gylfi hlaut tæp 59%, eða 166 at­kvæði.

Hjarta­lagið það sama hjá reyndu Alþýðusam­bands­fólki

Í fram­boðsræðu sinni í morg­un sagði Gylfi Arn­björns­son mis­mun­andi hefðir inn­an ASÍ úr hvaða hópi for­seti eigi að koma. Sjálf­ur er hann starfsmaður sam­bands­ins, en Ingi­björg er fé­lags­kjör­in, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra versl­un­ar­manna, auk þess að hafa gegnt embætti vara­for­seta ASÍ í sam­tals þrett­án ár. 

Reynsla sé fyr­ir bæði fé­lags­kjörn­um for­set­um og for­set­um úr hópi starfs­manna. Hins veg­ar skipti það meira máli hvaða mann viðkom­andi hef­ur að geyma. Eng­inn mun­ur sé á fé­lags­kjörn­um full­trú­um eða starfs­mönn­um, ef þeir ílengj­ast í störf­um fyr­ir verka­lýðshreyf­ing­una. Þá sé hjarta­lag þeirra hið sama.

Hann sagðist vilja efla tengslanet milli for­seta ASÍ og formanna aðild­ar­fé­laga þess. Einnig kvaðst hann til­bú­inn til að axla ábyrgð í því erfiða ár­ferði sem nú stend­ur yfir.

Ekki bara af því að hún er kona

Í fram­boðsræðu sinni sagði Ingi­björg R. Guðmunds­dótt­ir að hún hefði á ferli sín­um komið að flestri starf­semi á vett­vangi aðild­ar­fé­lags, lands­sam­bands og Alþýðusam­bands Íslands. Hún sagði for­seta­embættið kalla á fé­lags­lega reynslu. Það sé hans að samþætta ólík sjón­ar­mið. Til þess þurfi for­set­inn að hlusta, jafnt á ein­stök fé­lög og lands­sam­band. Henni þyki mik­il­vægt að for­seti komi úr röðum fé­lags­kjör­inna. ASÍ hafi yfir að ráða starfs­mönn­um, sér­fræðing­um til að sinna sér­hæfðum störf­um.

Ingi­björg er fyrsta kon­an sem býður sig fram til embætt­is for­seta ASÍ. Hún er jafn­framt eina kon­an sem gegnt hef­ur for­mennsku í lands­sam­bandi inn­an ASÍ. Í dag er kvenna­frí­dag­ur­inn og hef­ur vöng­um verið velt yfir því hvort það geti haft áhrif á niður­stöðuna. Hún sagðist þó ekki biðla til stuðnings árs­fund­ar­full­trúa ein­ung­is vegna þess að hún er kona, held­ur vegna þess að hún er kona með mikla reynslu af störf­um fyr­ir Alþýðusam­bandið, allt frá aðild­ar­fé­lagi til lands­sam­bands til Alþýðusam­bands­ins.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
Ingi­björg R. Guðmunds­dótt­ir Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert