Hátt í 500 flognir frá Akureyri

Móðir kvikmyndar unga dóttur sína áður en þær stigu um …
Móðir kvikmyndar unga dóttur sína áður en þær stigu um borð í þotu Icelandair á Akureyri rétt áðan. mbl.is/skapti

Allir sem biðu eftir flugi á Akureyrarflugvelli í morgun eru farnir, þar á meðal fólk sem kom í tveimur þotum í gærkvöldi. Önnur þotan kom frá London og hin frá Dublin.

Snemma í morgun fór vél á vegum Flugfélags Íslands með rúmlega 30 manns frá Akureyrarflugvelli til Reykjavíkur, önnur skömmu síðar með hálfan fimmta tug manna og sú þriðja með rúmlega 40.

Í fyrri þotunni sem hóf sig til flugs rétt fyrir kl. 10 voru um 180 manns og í þeirri seinni sem er nýfarin í loftið voru rúmlega 160 manns. Þá var farin vél út í Grímsey og önnur áleiðis til Þórshafnar og Vopnafjarðar.

Alls eru því hátt í 500 manns flognir á brott úr höfuðstað Norðurlands í morgun.

Farþegar á Ákureyri á leið um borð í þotuna.
Farþegar á Ákureyri á leið um borð í þotuna. mbl.is/skapti
Farþegar á Akureyri bíða eftir því að komast um borð …
Farþegar á Akureyri bíða eftir því að komast um borð í þotu Icelandair. mbl.is/skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert