Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagði við fréttamenn eftir fundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að hún rætt um um stöðu Davíðs Oddssonar í Seðlabankum við Geir H. Haarde.
Ingibjörg sagðist hafa áður sagt við fjölmiðla, að hún teldi að Davíð ætti að víkja til hliðar og afstaða hefði átt að vera ljós í samtali hennar við Geir.
Ingibjörg var á hraðferð og ekki náðist að spyrja hana, áður en hún fór inn í bíl sinn, hvenær þetta samtal hennar og Geirs hefði farið fram.
Ingibjörg Sólrún sagði við Útvarpið 14. október að hún teldi að stjórn Seðlabanka bæri að stíga til hliðar til að veita forsætisráðherra svigrúm til endurskipuleggingar.
„Það besta í stöðunni núna þegar við erum að endurskipuleggja allt okkar fjármálakerfi, væri að hafa Seðlabankann þar undir líka og þá fyndist mér af hálfu þeirra sem fara með forystu í Seðlabankanum skynsamlegast að þeir sköpuðu forsætisráðherra það svigrúm sem hann þarf til endurskipulagningar með því að stíga sjálfir til hliðar og veita honum þetta svigrúm," sagði Ingibjörg Sólrún þá.