Ingibjörg ræddi við Geir um stöðu Davíðs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan við Ráðherrabústaðinn í dag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan við Ráðherrabústaðinn í dag. mbl.is/Golli

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði við frétta­menn eft­ir fundi í Ráðherra­bú­staðnum í dag, að hún rætt um um stöðu Davíðs Odds­son­ar í Seðlabank­um við Geir H. Haar­de.

Ingi­björg sagðist hafa áður sagt við fjöl­miðla, að hún teldi að Davíð ætti að víkja til hliðar og afstaða hefði átt að vera ljós í sam­tali henn­ar við Geir.

Ingi­björg var á hraðferð og ekki náðist að spyrja hana, áður en hún fór inn í bíl sinn, hvenær þetta sam­tal henn­ar og Geirs hefði farið fram.

Ingi­björg Sól­rún sagði við Útvarpið 14. októ­ber að hún teldi að stjórn Seðlabanka bæri að stíga til hliðar til að veita for­sæt­is­ráðherra svig­rúm til end­ur­skipu­legg­ing­ar.

„Það besta í stöðunni núna þegar við erum að end­ur­skipu­leggja allt okk­ar fjár­mála­kerfi, væri að hafa Seðlabank­ann þar und­ir líka og þá fynd­ist mér af hálfu þeirra sem fara með for­ystu í Seðlabank­an­um skyn­sam­leg­ast að þeir sköpuðu for­sæt­is­ráðherra það svig­rúm sem hann þarf til end­ur­skipu­lagn­ing­ar með því að stíga sjálf­ir til hliðar og veita hon­um þetta svig­rúm," sagði Ingi­björg Sól­rún þá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert