Mjög gott skref

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/G.Rúnar

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fagn­ar því að rík­is­stjórn Íslands hafi óskað eft­ir form­leg­um sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn (IMF) um að koma á efna­hags­leg­um stöðug­leika á Íslandi. „Mér finnst þetta vera mjög gott skref,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Spurður út í upp­hæðina, tvo millj­arða dala, seg­ir Vil­hjálm­ur að hún verði ef­laust bara hluti af stærri pakka sem aðrar þjóðir muni koma að í fram­hald­inu.  

Hann bend­ir á að all­ar aðrar þjóðir muni koma til með að nota þá vinnu sem starfs­menn IMF hafa unnið hér á landi, þ.e. við að rann­saka og greina stöðuna. 

Aðspurður seg­ir Vil­hjálm­ur að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi átt í sam­skipt­um við sendi­nefnd IMF, sem hef­ur verið hér á landi. Farið hafi verið yfir stöðu mála en ekki hvernig mál muni lenda með ná­kvæm­um hætti. Það muni brátt koma í ljós.

Vil­hjálm­ur seg­ir mik­il­vægt að koma gjald­eyrisviðskipt­un­um í eðli­legt horf og fjár­málaþjón­ust­unni af stað. „Síðan för­um við að skapa eðli­leg starfs­skil­yrði fyr­ir at­vinnu­lífið varðandi vexti og verðbólgu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert