Reyna að afstýra stórtjóni

Björgunarsveitarmenn að störfum í Hafnarfjarðarhöfn
Björgunarsveitarmenn að störfum í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Frikki

Björg­un­ar­sveit­ar­menn voru áðan kallaðir að smá­báta­bryggju við höfn­ina í Hafnar­f­irði. Ann­ar endi flot­bryggju hafði losnað og hætta á að hún ræk­ist í ná­læga flot­bryggju. Bát­ar og bíl­ar eru notaðir til að reyna að draga hana að landi en marg­ir smá­bát­ar liggja við hana og tjón gæti orðið mikið. 

Þá er tog­ari að losna frá bryggju í Kópa­vogs­höfn. Auk þessa fjúka laus­ar plöt­ur, stór plaströr og fleira í Hafnar­f­irði og Kópa­vogi.

Óveður er einnig mikið á Suður­nesj­um. Björg­un­ar­sveit­in Ægir í Garði hef­ur verið að elt­ast við fjúk­andi þak­járn í allt kvöld. Skæðadrífa af þak­plöt­um var í ná­grenni Garðskaga­vita og þak á íbúðar­húsi sem var að losna var bundið niður. Hef­ur björg­un­ar­sveit­in verið með all­an sinn mann­skap að störf­um í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka