Ríkið reki banka að hluta

mbl.is/Ómar

 „Hagfræðingar eru um þessar mundir að komast á þá skoðun að það sé ekki slæmt að ríkið taki einhvern þátt í rekstri banka. Þegar allt kemur til alls þurfa ríki að nýta skattfé almennings, ef allt fer á versta veg [í bönkunum]. Ríkisstjórnir geta ekki látið vandræði banka afskiptalaus því það getur haft í för með sér algjört efnahagshrun.“ Þetta segir Erling Steigum, hagfræðiprófessor við Norwegian School of Management, sem í gær hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands, um bankakreppu sem varð í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi í upphafi tíunda áratugarins.

Steigum segir að í kjölfar kreppunnar í Noregi hafi norsk yfirvöld þjóðnýtt nokkra af stærstu bönkum landsins tímabundið, en þeir hafi síðan verið seldir aftur. Þó hafi norska ríkið haldið eftir minnihluta í stærsta banka landsins, Den Norske Bank. „Ég held að ástæðan hafi verið sú að yfirvöld vildu að höfuðstöðvar bankans yrðu í Ósló, en enduðu ekki í öðru landi,“ segir hann. Norsk yfirvöld hafi ekki í hyggju að selja þennan hluta.

Steigum segir að í lok níunda áratugarins hafi orðið mikil uppsveifla í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Erlent fjármagn hafi streymt inn í löndin, einkaneysla og skuldsetning aukist og fasteignaverð hækkað. Þá hafi sameining Þýskalands, sem hafði í för með sér aukningu ríkisútgjalda og vaxtahækkun þýska seðlabankans, síðan orðið til þess að fjármagn streymdi aftur út úr þessum löndum, fasteignaverð lækkaði og fyrirtæki og heimili sátu uppi með skuldirnar. Gengislækkun hafi aukið skuldabyrði og bankar lent í vanda.

Hann segir sumt sem nú sé að gerast á Íslandi minna á norrænu kreppuna. Þar, líkt og gerst hafi á Íslandi undanfarin ár, hafi mikil tilslökun orðið á regluverki á fjármálamarkaði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert