Þingflokkar á fundum um IMF

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan við Ráðherrabústaðinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan við Ráðherrabústaðinn. mbl.is/Golli

Gert er ráð fyrir að blaðamannafundur verði haldinn í Ráðherrabústaðnum klukkan 14:15 í dag um samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ráðherrar hafa setið á fundi með fulltrúa sjóðsins í morgun, þeir kölluðu formenn stjórnarandstöðunnar á sinn fund, nú standa yfir þingflokksfundir og utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman klukkan 13:15.

Paul Thomsen, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur verið hér á landi undanfarið, heldur síðan blaðamannafund í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert