Þingflokkur vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggur til að utanríkisráðherra verði falið að tilkynna breskum stjórnvöldum og yfirstjórn NATO að fyrirhugað loftrýmiseftirlit Breta við ísland í desember verði fellt niður. Þingflokkur VG hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi við fyrsta tækifæri.
VG vill ennfremur að utanríkismálanefnd verði falið að endurskoða áætlun Atlantshafsbandalagsins um loftrýmisgæslu yfir Íslandi sem samþykkt var í júlí 2007, með það að markmiði að hætta öllu slíkum æfingum.
Í greinargerð segir m.a. að ekki verði séð að nú séu fyrir hendi sérstakar forsendur til að efna til slíkra æfinga, né heldur að rétt sé að Bretar, sem beitt hafa hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Íslendingum, inni slíkt eftirlit af hendi.
Vitnða er í ummæli Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra í Morgunblaðinu 18. okttóber síðastliðinn þar sem hann sagðist ekki vilja fá Breta hingað til lands til að sinna þessari gæslu. Það myndi misbjóða íslensku þjóðarstolti. Þá sagði hann að þeim skilaboðum hefði verið komið á framfæri við NATO. Orðrétt sagði Össur: „Þessi mál hafa verið rædd af okkar hálfu við NATO svo það sé alveg ljóst og þeir vita af þessu.“
VG segir íslenska ríkið bera talsverðan umtalsverðan kostnað af loftrýmiseftirliti því sem fyrirhugað er. Þeim fjármunum verði betur varið til annarra þarfari verkefna á vegum ríkisins.