Vöxtur síðustu þriggja ára horfinn

Rúmlega 100 starfsmenn Kaupþings missa vinnuna. Stjórnendur nýja Kaupþings byrjuðu að afhenda starfsfólki uppsagnarbréf í dag og verður reynt  að klára uppsagnir um helgina. Fyrst og fremst koma uppsagnir niður á starfsmönnum sem unnu við alþjóðaviðskipti og í tölvudeild. Útibúanet Kaupþings verður að mestu óbreytt. starfsmenn nýja Kaupþings verða um eitt þúsund.

Friðbert Traustason, framkvæmdarstjóri samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja segir að fjórðungur bankamanna hafi frá áramótum misst atvinnu eða um 1.200 manns. Hann segir að nærri láti að allur vöxtur í fjármálafyrirtækjum síðustu þrjú ár hafi horfið á þessu ári.

Nýja Kaupþingi verður skipt upp í níu svið, samkvæmt skipuriti sem gefið var út í dag. Tekjusvið eru 5 og stoðsvið 4.

Nýtt skipurit Kaupþings

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert