Aðildarviðræður við ESB strax

Stjórn kjör­dæm­is­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi seg­ir ljóst að for­send­ur fyr­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá 27. maí 2007 séu gjör­breytt­ar og sá tími, sem þá virt­ist vera til umþótt­un­ar um aðild­ar­viðræður við ESB sé liðinn. Þær viðræður þurfi stjórn­völd að hefja strax.

Stjórn kjör­dæm­is­ráðsins krefst upp­gjörs við efna­hags- og pen­inga­mála­stefnu und­an­far­inna ára­tuga. Í álykt­un­inni seg­ir að stjórn Seðlabank­ans verði að víkja. Nú þurfi breyt­ing­ar til batnaðar með ábyrgð, jöfnuð og vel­ferð al­menn­ings að mark­miði. Taum­laus frjáls­hyggja og markaðshyggja haf­ir dregið þjóðina í skulda­fen og við því þurfi að bregðast.

Þá seg­ir að Alþingi verði að láta vinna vandaða rann­sókn á því hvað brást, hvaða lær­dóm megi draga og hvernig nýtt reglu­verk fyr­ir fjár­mála­lífið eigi að vera. Leita skuli til aðila og ein­stak­linga, sem eru óháðir tengslaneti ís­lensks at­vinnu­lífs og stjórn­mála. Rann­saka skuli lög­mæti  viðskipta og ákv­arðana í aðdrag­anda hruns­ins í bönk­un­um á síðustu mánuðum og sækja þá til saka sem kunni að vera sek­ir.

Loks seg­ir að Ísland hafi leitað aðstoðar alþjóðasam­fé­lags­ins en það þurfi líka að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á stjórn efna­hags­mála, bæði á hinum póli­tíska vett­vangi og inn­an stjórn­kerf­is­ins, með upp­stokk­un embætta og stór­efldu eft­ir­liti í viðskipta­líf­inu. Stjórn Seðlabanka Íslands verði að víkja. Við end­ur­mönn­un banka­stjórna verði að fara að lög­um um jafn­rétti kynj­anna.  Jafn­framt skuli leggja áherslu á að kjör yf­ir­stjórn­enda verði end­ur­skoðuð og þeim stillt í hóf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert