Íslendingar aldrei verið auðugri

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. mbl.is

Bisk­up Íslands, herra Karl Sig­ur­björns­son, sagði í setn­ing­ar­ræðu sinni á Kirkjuþingi í dag að áfölll­in í efna­hags­líf­inu  væru slæm en við vær­um vel und­ir þau búin.

„Þeir al­var­legu erfiðleik­ar sem ís­lensk þjóð geng­ur nú gegn­um er um­fram allt auðsæld­ar­kreppa en ekki ör­birgðar. Íslend­ing­ar hafa aldrei verið auðugri og þjóðin aldrei búið við betri innviði og for­send­ur en nú til að tak­ast á við og vinna sig út úr áföll­um.

 Sann­ar­lega erum við vellauðug í sam­an­b­urði við þau sem vart hafa til hnífs og skeiðar, og sem er hlut­skipti millj­óna barna víða um heim. Okk­ar er að gleyma þeim aldrei og rétta fram hjálp­ar­hönd líka og ekki síður þegar við finn­um að okk­ur þrengt í lífs­kjör­um.

 Það væri til marks um auðugt hjarta og trú­mennsku okk­ar við gjaf­ara allra góðra hluta að leggja okk­ur fram um ein­mitt nú að styðja þau börn sem þurfa áfram á aðstoð okk­ar að halda."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka