Eigendur Icesave-reikninga fá greitt innan tíu daga

Tugþúsund­ir Breta sem áttu inni­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lans­ds­bank­ans í Bretlandi fá vænt­an­lega greitt eft­ir viku eða tíu daga.
Talsmaður breska trygg­inga­sjóðs inn­lána, (FSCS) sagði í sam­tali við The Guar­di­an í gær­kvöld að reynt yrði að hraða af­greiðslu máls­ins og miðað væri við að upp­gjöri yrði lokið í lok nóv­em­ber.

Þar með er endi bund­inn á þriggja vikna óvissu breskra spari­fjár­eig­enda sem höfðu opnað reikn­inga hjá Lands­bank­an­um.

Rúm­lega 300 þúsund Ices­a­ve-reikn­ing­ar voru stofnaðir hjá Lands­bank­an­um í Bretlandi og nema inni­stæður á þeim 4 millj­örðum punda eða sem svar­ar til rúm­lega 750 millj­arða ís­lenskra króna.
Bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur fá inni­stæður sín­ar greidd­ar að fullu, ásamt vöxt­um, að sögn tals­manns FSCS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert