Eigendur Icesave-reikninga fá greitt innan tíu daga

Tugþúsundir Breta sem áttu innistæður á Icesave-reikningum Lansdsbankans í Bretlandi fá væntanlega greitt eftir viku eða tíu daga.
Talsmaður breska tryggingasjóðs innlána, (FSCS) sagði í samtali við The Guardian í gærkvöld að reynt yrði að hraða afgreiðslu málsins og miðað væri við að uppgjöri yrði lokið í lok nóvember.

Þar með er endi bundinn á þriggja vikna óvissu breskra sparifjáreigenda sem höfðu opnað reikninga hjá Landsbankanum.

Rúmlega 300 þúsund Icesave-reikningar voru stofnaðir hjá Landsbankanum í Bretlandi og nema innistæður á þeim 4 milljörðum punda eða sem svarar til rúmlega 750 milljarða íslenskra króna.
Breskir sparifjáreigendur fá innistæður sínar greiddar að fullu, ásamt vöxtum, að sögn talsmanns FSCS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka