Kirkjuþing í dag

Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar verður dag  kl. 10 í Grensáskirkju. Fimmtíu ár eru liðin frá því að þingið var fyrst haldið.  Þess er einnig  minnst að 75 ár eru liðin frá því að Kirkjuráð tók fyrst til starfa.  
Af þessu tilefni sækja þingið gestir frá öllum norrænu kirkjunum og fulltrúi frá þýsku lútersku kirkjunum.
 
Vegna þrenginga í efnahagsmálum þjóðarinnar verður hátíðarhöldum mjög stillt í hóf, segir í fréttatilkynningu en þess í stað mun Kirkjuráð veita Hjálparstarfi kirkjunnar 1,5 milljónir króna í styrk og er þess vænst að framlagið verði nýtt í innlent hjálparstarf fyrir jólin.  Meðal þeirra sem flytja ávörp við settninguna er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert