Krónan stærsta vandamálið

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson Kristinn Ingvarsson

„Krón­an hef­ur verið helsta vanda­málið í ís­lensku efna­hags­lífi und­an­far­in ár og of hátt gengi henn­ar,“ seg­ir Björgólf­ur Guðmunds­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Lands­bank­ans í viðtali við sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins. Hann seg­ir að ís­lensk stjórn­völd og Seðlabank­inn geti ekki hlaupið frá ábyrgð sinni á stjórn pen­inga­mála und­an­far­in ár.

Allt of hátt vaxta­stig, út­gáfa jökla­bréfa upp á mörg hundruð millj­arða, gíf­ur­leg­ur vaxtamun­ur sem Íslend­ing­ar hafi greitt til út­lend­inga ár hvert, séu allt af­leiðing­ar af pen­inga­stjórn Seðlabank­ans og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem Björgólf­ur kall­ar „óstjórn“.

„Í um­ferð var svo mikið af pen­ing­um, til þess að við gæt­um haldið áfram frjáls­um viðskipt­um við út­lönd, að við flutt­um inn vöru á röngu virði. Krón­an var rangt skráð og alltof sterk og þess vegna rann kaupæði á þjóðina,“ seg­ir Björgólf­ur.

„Það sem er núna að ger­ast, eru m.a. timb­ur­menn­irn­ir vegna þessa hátta­lags. Þetta vissu stjórn­völd og Seðlabank­inn auðvitað all­an tím­ann og því geng­ur það ekk­ert upp hjá þeim í dag, að halda því fram að allt sem úr­skeiðis hef­ur farið sé bönk­un­um að kenna. Það er auðvitað spurn­ing hvort það var ekki m.a. vegna jökla­bréf­anna sem við gát­um ekki lækkað vaxta­stigið hér á landi, sem hef­ur um langt skeið verið að drepa ís­lenskt at­vinnu­líf og ein­stak­linga.“

Björgólf­ur ræðir í viðtal­inu um mál­efni Lands­bank­ans, eigna­stöðu sína, hvað hann tel­ur að hafi verið gert rétt og hvað rangt og fjöl­margt annað.

Sjá nán­ar Sunnu­dags­blað Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert