Skemmdir upp á tugi milljóna

Stefán Stefánsson, hafnarvörður, kannar skemmdirnar á nýja hafnargarðinum á Húsavík …
Stefán Stefánsson, hafnarvörður, kannar skemmdirnar á nýja hafnargarðinum á Húsavík sem heitir Bökugarður. mbl.is

„Það hafa orðið töluverðar skemmdir bæði á Húsavík og eitthvað á Kópaskeri líka. Það er helst á hafnarmannvirkjum þar sem hefur flætt upp á bryggjur og stórir og þungir grjóthnullungar hafa færst úr stað,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings á Húsavík.  

Á háflóði aðfaranótt laugardags urðu skemmdir á mannvirkjum við Húsavíkurhöfn, t.a.m á hafnarvog, saltskemmu og fleira. Auk þess sem það flæddi inn í verkstæðishús. 

 Aðspurður segist Bergur í fljótu bragði telja að skemmdirnar geti numið tugum milljóna króna. Segir hann hins vegar of snemmt að meta það, því veðrinu hafi enn ekki slotað. Tekur hann fram að reynt verði að leggja mat á stöðuna á morgun, en þá er talið líklegt að veðrið hafi gengið yfir. Segir hann aðalatriðið núna að tryggja öryggi fólks og tryggja að engin óviðkomandi umferð verði á þeim svæðum sem verst urðu úti í veðrinu. 


Stórir grjóthnullungar bárust langt inn á land með öldunum.
Stórir grjóthnullungar bárust langt inn á land með öldunum. mbl.is
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, náði að stökkva klofvega á …
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, náði að stökkva klofvega á handrið til að forða sér frá því að blotna þegar ein fyllan kom upp á bryggjuna í Húsavík. mynd/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert