Þeir fiska sem róa

00:00
00:00

Hand­tök skip­verj­anna á drag­nóta­bátn­um Aðal­björgu RE-5 voru fum­laus og hröð í blíðskap­ar­veðri á Faxa­flóa í liðinni viku. Þessu fengu fréttamaður og tökumaður mbl.is að kynn­ast þegar þeir slóg­ust í för með skip­verj­un­um í 14 tíma veiðiferð. Þá komust þeir jafn­framt að því að sjó­veik­in er ekk­ert grín.

Fimm eru í áhöfn skips­ins, sem eru und­ir styrkri stjórn skip­stjór­ans Sig­tryggs Al­berts­son­ar. Stemn­ing­in í hópn­um var góð enda hafa þeir fé­lag­ar unnið sam­an um ára­bil og tóku þeir vel á móti frétta­mönn­um mbl.

Aðal­björg veiðir á drag­nót, sem einnig kall­ast snur­voð, og var voðinni kastað átta sinn­um á um 20 faðma dýpi yfir dag­inn. Meiri­hluti afl­ans er koli, eða um 80%. Eitt­hvað slædd­ist þó af öðrum teg­und­um s.s. ýsu og þorski með í voðina. 

Kl. 19 var afl­an­um - alls fimm tonn­um - landað í Reykja­vík­ur­höfn. Að sögn skip­verja hef­ur afl­inn oft verið meiri, en þeir benda á að haustið sé ávallt erfiður tími. Sept­em­ber hafi hins veg­ar verið góður.

Nán­ar er greint frá ferðinni í máli og mynd­um í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka