Farið inn í brennandi hús

Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett.
Frá Alþingi daginn sem neyðarlögin voru sett. mbl.is/Golli

Fimm­tíu þing­menn af 63 greiddu at­kvæði með lög­um um sér­stak­ar aðstæður á fjár­mála­markaði hinn 6. októ­ber sl. Lög­um sem í dag­legu tali hafa verið nefnd neyðarlög. Í kjöl­far greiðslu­erfiðleika þriggja stærstu bank­anna var eng­inn ann­ar kost­ur í stöðunni að mati lög­gjaf­ans. Um er að ræða rót­tæk­ustu aðgerð í efna­hags­mál­um sem gripið hef­ur verið til í sögu þjóðar­inn­ar.

Þótt meiri­hluti Alþing­is hafi samþykkt lög­in og þau þannig fengið lýðræðis­lega af­greiðslu, má færa rök fyr­ir því að þau gangi í ber­högg við ýms­ar meg­in­regl­ur, sem gilt hafa í lýðræðisþjóðfé­lag­inu Íslandi. Hér má nefna jafn­ræði, því inn­stæðueig­end­um er hyglað um­fram aðra kröfu­hafa bank­anna, eign­ar­rétt því eigna­upp­taka átti sér stað og inn­stæðum var feng­in auk­in rétt­hæð með aft­ur­virk­um hætti. Hér má einnig nefna mál­skots- og and­mæla­rétt því stjórn­sýslu­lög­in gilda ekki um ákv­arðanir skila­nefnda bank­anna og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Um­tals­verður kostnaður þjóðfé­lags­ins

Færa má rök fyr­ir því að ríkið beiti eign­ar­námi í skjóli lag­anna, með því að taka yfir eign­ir bank­anna og færa þá yfir í nýja. Hins veg­ar er það svo að laga­heim­ild, al­menn­ingsþörf og fullt verð þarf að koma til svo eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar sé upp­fyllt. Það má hins veg­ar ekki gleyma því að stjórn­ir bank­anna óskuðu sjálf­ar eft­ir þess­ari meðferð eft­ir setn­ingu lag­anna. Svo er spurn­ing um rétt smærri hlut­hafa, sem áttu ekki í full­trúa í stjórn, ekk­ert ligg­ur fyr­ir um að samþykki þeirra hafi legið fyr­ir.

Ef við gef­um okk­ur að al­menn­ingsþörf hafi verið fyr­ir hendi og við höf­um laga­heim­ild, þá er álita­mál hvort eig­end­ur bank­anna fái „fullt verð“ fyr­ir þau verðmæti sem tek­in voru eign­ar­námi. Og við hvaða verð á að miða? Sum­ir hafa sagt að bank­arn­ir hafi hrunið og verðmæti þeirra eft­ir því. Um þess­ar mund­ir eru skila­nefnd­irn­ar að meta verðmæti bank­anna. Þær hafa heim­ild­ir til þess að selja eign­ir bank­anna, búta þær niður og meta eign­ir um­fram skuld­ir. Verðmæti ligg­ur því ekki fyr­ir.

Þeir lög­menn sem rætt var við voru sam­mála um að hér reyndi á meg­in­regl­ur um neyðarrétt, álita­efni tengd aft­ur­virkni laga og eign­ar­rétt­ar­vernd. Neyð víki lög­um og ís­lenska ríkið muni halda sér við það sjón­ar­mið í þeim mála­ferl­um sem koma í kjöl­farið.

„Það verða rift­un­ar­mál hægri, vinstri og það verða skaðabóta­mál frá er­lend­um kröfu­höf­um og það verða skaðabóta­mál frá hlut­höf­um,“ seg­ir lögmaður sem er sér­fræðing­ur í fé­laga- og kaup­hall­ar­rétti. Hugs­an­lega þarf að at­huga vel rétt­ar­stöðu þeirra sem áttu viðskipti með hluta­bréf í Glitni eft­ir að ríkið ákvað að kaupa 75% hlut í bank­an­um.

Tvær at­b­urðarás­ir

For­gangs­kröf­ur inn­lán­seig­enda

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert