Hópuppsagnir í byggingariðnaði

Búist er við því að mörg hundruð starfsmenn í byggingariðnaði fái uppsagnarbréf á næstu dögum. RÚV greindi frá því að von væri á stórri hópuppsögn eftir helgi þar sem allt að 230 verður sagt upp hjá einu og sama byggingafyrirtækinu.

Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, sagðist í samtali við RÚV, búast við því að þrjú til fjögur hundruð iðnaðarmenn fái uppsagnarbréf eftir helgi. Hann sagðist hafa verið í sambandi við mörg fyrirtæki að undanförnu og ljóst að erfiður mánuður sé framundan. Fyrirtæki séu að stöðva verkefni og því þurfi að segja upp fólki. Finnbjörn segir nokkuð um að íslenskir iðnaðarmenn spyrji um vinnu á Norðurlöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert