Minnihluti styður ríkisstjórnina

mbl.is/Brynjar Gauti

Sam­fylk­ing­in og Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð hafa stór­aukið fylgi sitt, en aðeins 41 pó­sent styður rík­is­stjórn­ina, sam­kvæmt könn­un sem Frétta­blaðið birt­ir í dag.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist sam­kvæmt könn­un Frétta­blaðsins 36%, mæld­ist 32,8% í síðustu könn­un. Sam­fylk­ing fengi sam­kvæmt þessu 24 þing­menn en hef­ur 18 í dag.

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs mæl­ist 23% en mæld­ist 17,1% í síðustu könn­un. VG fengi 15 menn kjörna á þing sam­kvæmt könn­un­inni en hef­ur 9.

Sjálf­stæðis­flokk­ur mæl­ist með 29,2%, var með 32% í síðustu könn­un. Flokk­ur­inn fengi 20 þing­menn, í stað þeirra 25 sem sitja á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í dag.

Fram­sókn­ar­flokk­ur mæl­ist með 6,6% fylgi, hafði 8,9% í síðustu könn­un. Það gæfi fram­sókn 4 menn á þing en flokk­ur­inn hef­ur 7 þing­menn í dag.

Loks mæl­ist fylgi Frjáls­lynda flokks­ins 4,1% sam­kvæmt könn­un­inn en mæld­ist 8% í síðustu könn­un Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fengi eng­an mann kjör­inn en hef­ur 4 þing­menn í dag.

Sam­kvæmt könn­un Frétta­blaðsins mæl­ast stjórn­ar­flokk­arn­ir sam­an­lagt með 65,2% fylgi en í könn­un­inni sögðust aðeins41% styðja rík­is­stjórn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka