Það er móðgun við Íslendinga ef breskar herflugvélar koma hingað til loftrýmisgæslu, að mati framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.
Í ályktun þings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi sem lauk á Egilsstöðum undir kvöld segir ennfremur að Bretar, sem beitt hafi hryðjuverkalöggjöf gegn íslenskum fyrirtækjum og sagt íslenska ríkið gjaldþrota, geti ekki talist vinveitt ríki. Því geti ekki verið eðlilegt að breskir hermenn stígi fæti á íslenska grund.