Móðgun ef Bretarnir koma

Það er móðgun við Íslend­inga ef bresk­ar herflug­vél­ar koma hingað til loft­rým­is­gæslu, að mati fram­sókn­ar­manna í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Í álykt­un þings Kjör­dæm­is­sam­bands Fram­sókn­ar­manna í Norðaust­ur­kjör­dæmi sem lauk á Eg­ils­stöðum und­ir kvöld seg­ir enn­frem­ur að Bret­ar, sem beitt hafi hryðju­verka­lög­gjöf gegn ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um og sagt ís­lenska ríkið gjaldþrota, geti ekki tal­ist vin­veitt ríki. Því geti ekki verið eðli­legt að bresk­ir her­menn stígi fæti á ís­lenska grund.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert