Norðurlöndin sameinist í aðstoð við Ísland

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, þingaði í dag með Krist­inu Hal­vor­sen, fjár­málaráðherra Nor­egs og ráðgjafa henn­ar um mögu­lega aðstoð við Íslend­inga. Á fund­in­um kom fram skiln­ing­ur Norðmanna og vilji þeirra til að aðstoða Íslend­inga fjár­hags­lega. Rædd var sú hug­mynd að Norður­lönd­in taki virk­an þátt í fjár­hagsaðstoð með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Fyrr í dag hitti Stein­grím­ur J. Íslend­inga bú­setta í Osló og ræddi við þá um stöðu efna­hags­mála á Íslandi. Sam­bæri­leg­ur fund­ur verður í kvöld í Jóns­húsi í Kaup­manna­höfn með Íslend­ing­um á Kaup­manna­hafn­ar­svæðinu.

Stein­grím­ur J. er á leið á Norður­landaráðsþing í Hels­inki og mun hann á þriðju­dag taka þátt í umræðum for­ystu­manna í Nor­ræn­um stjórn­mál­um á Norður­landaráðsþing­inu í Hels­inki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert